Sögðu Úkraínumenn hafa ráðist á Kertsj-brúna

Einungis eru liðnar um tvær og hálf vika frá því …
Einungis eru liðnar um tvær og hálf vika frá því að Úkraínumenn réðust á Kertsj-brúna í annað sinn. AFP/Stringer

Rússneskir fjölmiðlar greindu frá því í kvöld að Úkraínumenn hefðu ráðist á Kertsj-brúna, sem liggur á milli Rússlands og Krímskaga, í þriðja sinn.

Munu íbúar á nærliggjandi svæðum hafa heyrt háværar sprengingar í kvöld.

Birtu þeir meðal annars myndband þar sem nærliggjandi skip voru vöruð við því að árás væri í gangi, og að Úkraínumenn væru að beita bæði sjávardrónum og fljúgandi drónum til árásarinnar. Ef það er rétt er það í fyrsta sinn frá upphafi stríðsins sem báðum tegundum er beitt samtímis til árása á eitt skotmark.

Slökktu yfirvöld á öllum ljósum við brúna um stund vegna árásarinnar í varnarskyni, en búið er að kveikja á þeim aftur.

Christo Grozev, sem leitt hef­ur rann­sókn­ir miðils­ins Bell­ingcat í mál­efn­um Rúss­lands, sagði á Twitter-síðu sinni í kvöld, að rússneskir herbloggarar segðu að þrír sjávardrónar hefðu verið sendir til árásarinnar, en að jafnframt hefðu borist tíðindi um að einn sjávardróni hefði hæft rússneskt olíuflutningaskip. Velti Grozev upp þeim möguleika að skipið hefði verið hið fyrirhugaða skotmark árásarinnar.

Fyrr í dag var greint frá því að úkraínskir sjávardrónar hefðu hæft rússneskt liðsflutningaskip, sem hallaði mjög eftir árásina á leið sinni til hafnar.

Uppfært:

Svo virðist sem að dróna­árás Úkraínu­manna í gær­kvöldi hafi ekki beinst að Kert­sj-brúnni sjálfri, held­ur að rúss­neska olíu­flutn­inga­skip­inu SIG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert