Loka lofthelginni yfir Níger

Ungt fólk sem styður valdaránið safnaðist saman í höfuðborginni Niamey …
Ungt fólk sem styður valdaránið safnaðist saman í höfuðborginni Niamey í kvöld. AFP

Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger tilkynnti rétt í þessu að hún hefði lokað lofthelgi landsins. Varar hún við því að öllum tilraunum til að komast inn í lofthelgina verði mætt samstundis og af hörku.

„Andspænis hættunni á íhlutun, sem verður sífellt skýrari með undirbúningi nágrannaríkjanna, þá er lofthelgi Níger lokað frá og með þessum degi, fyrir öll loftför þangað til tilkynnt verður um um annað,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar.

Á sama tíma líður að lokum þess frests sem ECOWAS-ríkin gáfu herforingjastjórninni til að afsala sér völdum til lýðræðislega kjörins forseta landsins, Mohamed Bazoum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert