Móðir og ungbarn drukknuðu

Móðir og ungabarn fundust látin eftir að bátur þeirra sökk. …
Móðir og ungabarn fundust látin eftir að bátur þeirra sökk. Minnst 30 manns er enn saknað. AFP

Móðir og ung­barn drukknuðu úti fyr­ir ströndu ít­ölsku eyj­unn­ar Lam­pedusa í gær. 30 manns er enn saknað.

Sam­kvæmt um­fjöll­un BBC yf­ir­gáfu bát­arn­ir tveir Tún­is með 48 og 42 manns um borð hvor um sig og hófu svaðal­ega sigl­ingu yfir Miðjarðar­hafið.

Ítalska land­helg­is­gæsl­an bjargaði 57 manns eft­ir að bát­arn­ir sukku í gær og fann við leit lík móður­inn­ar og barns­ins, sem var eins árs gam­alt. 

Send út í op­inn dauðann 

Fólkið um borð var allt far­and­fólk á leið til Evr­ópu með hjálp smygl­ara í Tún­is. Em­anu­ele Ricifari, lög­reglu­stjóri á svæðinu sem hef­ur yf­ir­um­sjón með rann­sókn máls­ins, sagði smygl­ar­ana í Túnís hafa vís­vit­andi sent fólkið út í ólgu­sjó.

„Hver sá sem hleypti þeim, eða neyddi þau til að halda út í þess­ar aðstæður, er sam­visku­laus glæpa­maður og brjálæðing­ur,“ sagði Ricifari og biðlaði til smygl­ara að senda ekki fleiri báta á næstu dög­um vegna veður­spár.

„Að senda þau út í þessu veðri er að senda þau út í op­inn dauðann.“

Lögreglustjóri segir það dauðadóm að senda fólk út í slíkan …
Lög­reglu­stjóri seg­ir það dauðadóm að senda fólk út í slík­an ólgu­sjó. AFP

Ný lög gera björg­un­ar­sam­tök­um erfitt fyr­ir

Und­an­farna daga hafa ít­alsk­ir landa­mæra­vörslu­bát­ar og hjálp­ar­sam­tök bjargað 2.000 manns til viðbót­ar við strend­ur eyj­unn­ar.

Björg­un­ar­sam­tök­in Open Arms sögðust hafa siglt í tvo daga í ólgu­sjó til að hleypa 195 manns frá borði í Brind­isi-höfn á Ítal­íu, eft­ir að stjórn­völd neituðu að út­hluta þeim höfn í suðri, nær leit­ar- og björg­un­ar­svæðinu í Miðjarðar­haf­inu.

Hjálp­ar­sam­tök sem halda úti björg­un­ar­skip­um hafa ít­rekað sagt hægri­stjórn for­seta Ítal­íu, Gi­orgiu Meloni, gera sér erfitt fyr­ir í starfi.

Yf­ir­völd samþykktu ný­lega ný lög sem heim­ila þeim að senda björg­un­ar­skip í norðlæg­ar hafn­ir fjarri leit­ar- og björg­un­ar­svæðum, en að sögn hjálp­ar­sam­taka sóar það dýr­mæt­um tíma og eldsneyti sem ann­ars yrði varið í frek­ari björg­un­araðgerðir.  

Skip Proactiva Open Arms. Björgunarsamtök segja ítölsk yfirvöld gera þeim …
Skip Proacti­va Open Arms. Björg­un­ar­sam­tök segja ít­ölsk yf­ir­völd gera þeim erfitt fyr­ir í björg­un­araðgerðum. AFP

Senni­lega mörg slys sem ekki frétt­ist af

Inn­an­rík­is­ráðuneytið á Ítal­íu seg­ir óreglu­lega fólks­flutn­inga yfir Miðjarðar­hafið hafa tvö­fald­ast síðan í fyrra; fjöld­inn nemi nú um 92.000 manns en hafi verið 42.600 árið 2022. 

Um 1.800 manns á flótta hafa lát­ist á þessu ári í för sinni yfir Miðjarðar­hafið, en að sögn alþjóðleg­ra sam­taka um mál­efni flótta­fólks (IOM) er sú tala lík­lega mun hærri. 

„Mörg lík eru að finn­ast til sjáv­ar sem bend­ir til þess að fjöldi sjó­slysa hafi átt sér stað sem við viss­um ekki af,“ seg­ir talsmaður sam­tak­anna, Flavio Di Giacomo.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert