Elon Musk, einn ríkustu manna heims og eigandi samfélagsmiðilsins X, sem áður var þekktur sem Twitter hefur boðist til þess að aðstoða notendur við lögfræðikostnað lendi þeir í vandræðum í vinnu vegna færslna á miðlinum.
AFP greinir frá því að notendur miðilsins hafi í gegnum tíðina lent í vandræðum í vinnu vegna þess sem þeir hafi skrifað eða lækað.
Musk sendi frá sér tíst vegna málsins í nótt.
„Ef yfirmaðurinn þinn kom fram við þig á ósanngjarnan máta vegna þess að þú birtir eitthvað eða læk-aðir á þessum miðli, þá munum við borga lögfræðikostnaðinn þinn. Engin takmörk. Vinsamlegast látið okkur vita,“ segir í færslunni.
If you were unfairly treated by your employer due to posting or liking something on this platform, we will fund your legal bill.
— Elon Musk (@elonmusk) August 6, 2023
No limit.
Please let us know.