Lítil fyrirtæki sem reiða sig á kvikmyndaiðnaðinn í Hollywood berjast í bökkum þegar verkfall handritshöfunda í Mekka kvikmyndaiðnaðarins hefur staðið yfir í 100 daga. Um miðjan júlí lögðu leikarar í SAG-AFTRA stéttarfélaginu einnig niður störf.
AFP greinir frá.
Tom Malian, sem rekur fatahreinsun í Hollywood, segir að nærri 70% af viðskiptunum komi frá kvikmyndaverunum. Hann segist vera í miklum vandræðum og vonast til að semjist sem fyrst.
Boris Sipen, eigandi glæsikerruleigu, segir að tímasetningin sé hræðileg því um leið og hægðist á viðskiptunum vegna verkfallsins hafi allur kostnaður í tengslum við reksturinn hækkað til að mynda tryggingar og söluverð bifreiða.