Miklir skógareldar á Havaí

Eldar við Lahaina í vesturhluta Maui. Mynd tekin fyrr í …
Eldar við Lahaina í vesturhluta Maui. Mynd tekin fyrr í dag. AFP/County of Maui

Að minnsta kosti sex manns hafa farist í miklum skógareldum sem geysa á eyjunni Maui sem er næst stærst þeirra eyja sem tilheyra Havaí-eyjaklasanum í Kyrrahafi. Þetta var haft eftir embættismanni á eyjunni á blaðamannafundi. Óttast er að fleiri hafi farist.

Gríðarlegir skógareldar hafa geysað víða um eyjuna og hafa eldarnir einnig herjað á Havaí-eyju sem er sú stærsta í eyjaklasanum. Hefur neyðarástandi við lýst yfir vegna þessa.

Haft er eftir Josh Green ríkisstjóra Havaí að stór hluti bygginga í bænum Lahaina, bæði heimili fólks og fyrirtæki, hafi orðið eldinum að bráð og hundruð fjölskyldna hefði verið fluttur brott. Margir eru einnig á flótta og eru dæmi um að fólk hafi þurft að flýja eldinn út í sjó og hefur nokkrum verið bjargað þaðan.

Vind er nú tekið að lægja sem gerir slökkvistarf mögulegt, en hingað til hefur lítt fengist við ráðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert