Saka Frakka um að hafa frelsað hryðjuverkamenn

Amadou Abdramane ofursti sagði í sjónvarpsávarpi að Frakkar hafi brotið …
Amadou Abdramane ofursti sagði í sjónvarpsávarpi að Frakkar hafi brotið gegn lofthelgi Níger. AFP

Herforingjastjórnin í Níger ásakar Frakka, fyrrverandi nýlenduherra sína, um að hafa „frelsað handsamaða hryðjuveramenn“ og á þar við um íslamista. Auk þess segir stjórnin að Frakkar hafi brotið á nígerskri lofthelgi. Frakkar þvertaka fyrir ásakanirnar.

Her­for­ingja­stjórn­in til­kynnti á sunnudag að hún hefði lokað loft­helgi lands­ins. Var­aði hún við því að öll­um til­raun­um til að fara inn í loft­helg­ina verði mætt sam­stund­is og af hörku.

Stjórnin ásakar nú Frakka um að leyfa herflugvél að fljúga frá Tsjad yfir Níger, og þar með brjóta lofthelgi landsins.

Flugvélin „rauf viljandi samband við flugumferðarstjóra þegar hún flaug inn í okkar lofthelgi“ frá 6:39 til 11:15 að morgni, sagði Amadou Abdramane ofursti í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar. 

Árás gerð á Nígerska hermenn

Herforingjastjórnin vill meina að frönsk stjórnvöld hafi frelsað hóp íslamista sem síðan reyndu að gera árás á nígerska hermenn nálægt landamærum Malí, Níger og Búrkína Fasó.

„Grafalvarlegir atburðir eru að eiga sér stað í Níger vegna hegðunar Frakka og samsærismanna þeirra,“ segir í tilkynningu frá herforingjastjórninni. Þar kemur einnig fram að hermenn hafi orðið fyrir árás íslamista fyrr í dag. Hins vegar kemur hvergi fram í tilkynningunni hvernig það tengist íslamistunum sem Frakkar eru meintir hafa látið ganga lausum hala.

„Í augnablikinu er tala látinna enn ekki vituð,“ segir í tilkynningunni.

Frakkar vísa öllum ásökunum á bug

Frönsk stjórnvöld segja hins vegar að ásakanir Nígermanna skjóti skökku við. Heimildarmaður úr ríkissjórn Frakka segir við AFP-fréttaveituna að flugið sem hér um ræðir hafi verið heimilað af hernaðaryfirvöldum þjóðarinnar og framkvæmt í samvinnu með þeim.

Þar að auki séu ásakanir herstjórnarinnar á hendur Frakka um að hafa leyft íslamistum að ganga lausum hala í Níger ekki heldur réttar. „Enginn hryðjuverkamaður hefur verið frelsaður af frönskum hermönnum.“

Hafa enn ekki afsalað sér völdum

Tvær vikur eru liðnar frá því að Mohamed Bazoum, kjörinn for­seti Níg­er og bandamaður vest­ur­veld­anna, var tekinn í gíslingu af lífvarðasveitum sínum. Herforingjastjórnin rændi völdum í landinu og Omar Tchi­ani hershöfðingi skipaði sig nýj­an leiðtoga lands­ins.

Í síðustu viku krafðist efna­hags­banda­lag Vest­ur-Afr­íku­ríkja þess að Bazoum tæki aftur við sem forseti fyrir sunnudaginn 6. ágúst, annars myndi bandalagið gera allt til að end­ur­reisa stjórn­skipulegt skipu­lag.

En herforingjastjórnin hefur enn ekki afsalað sér völdum. Ut­an­rík­is­ráðherra Ítal­íu hefur kallað eft­ir því að lengri frest­ur verði veitt­ur. Seg­ir hann aðila verða að finna lausn með diplóma­tísk­um hætti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert