Stærsta skemmtiferðaskip heims senn tilbúið

Icon of the Seas er í eigu Royal Caribbean.
Icon of the Seas er í eigu Royal Caribbean. AFP/Jonathan Nackstrand

Finnsk skipasmíðastöð leggur nú lokahönd á stærsta skemmtiferðaskip heims. Nýja lúxusskip Royal Caribbean, Icon of the Seas, verður senn tilbúið og er jómfrúarferð þess áætluð í janúar á næsta ári.

„Þetta skip er eins og staðan er núna stærsta skemmtiferðaskip í heimi,“ sagði Tim Meyer, forstjóri finnsku skipasmíðastöðvarinnar Meyer Turku.

Sérstakur eiginleiki skipsins er gríðarstór glerhjúpur sem þekur framhluta þess.
Sérstakur eiginleiki skipsins er gríðarstór glerhjúpur sem þekur framhluta þess. AFP/Jonathan Nackstrand

Getur borið næstum tíu þúsund manns

Smíði skipsins hefur verið gagnrýnd vegna þess mikla kolefnisfótspors sem það skilur eftir, á meðan aðrir eru hrifnir af háþróaðri tækni skipsins.

Á skipinu er að finna litríka vatnagarða, meira en 20 þilför og getur skipið siglt með næstum tíu þúsund manns um borð. Sérstakur eiginleiki skipsins er gríðarstór glerhjúpur sem þekur framhluta þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert