Gróðureldarnir á Hawaii eru „meiriháttar hamfarir“

Joe Biden Bandaríkjaforseti, hefur skilgreint skógareldanna á Hawaii sem „meiriháttar hamfarir.“ Hann hefur losað um fjárheimildir þannig að opinbert fé geti nýst til að bregðast við stöðunni.

Vitað er að minnst 36 manns hafi týnt lífinu í eldunum. Viðbragðsaðilar hafa í dag flutt fólk af heimilum sínum á eyjunni Maui og komið þeim í öruggt skjól.

Gróðureldar hafa herjað á vesturströnd eyjarinnar Maui. Það ýtir enn undir eldana að hvassir vindar blása í suðurátt. Eldarnir sem byrjuðu á þriðjudag gleyptu í heilu lagi bæinn Lahaina. Hraði eldanna var slíkur að sumir áttu þann kost einan að flýja á haf út. Íbúar Lahaina sögðu að frekari aðstoðar væri þörf og að það gæti tekið bæinn mörg ár að ná aftur fyrri mynd.

Margir íbúar Lahaina áttu þann kost skástan að flýja á …
Margir íbúar Lahaina áttu þann kost skástan að flýja á haf út til að forðast eldana. AFP

Þurftu að stökkva í sjóinn

Bandaríska strandgæslan hefur staðfest að minnst hundrað manns hafi neyðst til að velja þann kost að flýja á haf út. Aja Kiksey hjá strandgæslunni sagði að erfitt hefði verið að ná fólki úr sjónum þar sem skyggni var afleitt vegna alls reykjarins af eldunum. Þó hafi strandgæslan náð fimmtíu manns úr sjónum.

„Þetta þróaðist svo hratt og það var átakanlegt að sjá fórnarlömbin sem neyddust að stökkva í sjóinn.“

Kekoa Lansford er íbúi í Lahaina. Hún kvartar undan því að ekki næg hjálp hafi borist.

„Við sjáum lík fljóta á haffletinum. Þau hafa verið þar síðan í gærkveldi.“

Loftmyndir af bænum sýna að heilu hverfin eru nú orðin að ösku einni saman. Lahaina var höfuðborg Hawaii, þá er það var konungdæmi á 19. öld.

Loftmyndir af Lahaina sýna að sum hverfi eru orðnir að …
Loftmyndir af Lahaina sýna að sum hverfi eru orðnir að ösku einni saman. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert