Margir hafa glatað aleigunni

Nú hefur verið staðfest að 55 manns hafa látist í gróðureldum á eyjunni Maui á Hawaii. Margra er enn saknað og víst að tala látinna eigi eftir að hækka.

Verst léku gróðureldarnir bæinn Lahaina, sem varð að ösku einni á örskotsstundu.

Íbúar sem komust undan eldinum safnast saman á bílastæði, sem talið er öruggt fyrir eldum. Þar eyðir fólk nóttinni og rifjar upp hvernig aleiga þeirra varð eldinum að bráð.

„Ég hélt að ég myndi deyja þennan dag,“ segir Ekolu Brayde, einn þeirra sem komst naumlega undan eldinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert