Josh Green, ríkisstjóri Hawaii, heimsótti ferðamannabæinn Lahaina á eyjunni Maui sem fór illa úti eftir skógarelda sem náðu til hans í vikunni sem leið.
Eyðileggingin er algjör og tugir manna hafa týnt lífi. Hundruð er enn saknað. AFP greinir frá.
Ríkisstjórinn gekk um bæinn með þingmanni og borgarstjóra Lahaina. Hann lýsir því sem augu ber sem ótrúlegu, bærinn sé hreinlega horfinn.
Minjagripaverslanir, veitingastaðir, barir og sögulegar byggingar hafa orðið að ösku vegna eldanna sem undirlögðu bæinn, sem og stór hluti af smábátahöfninni þar sem þúsundir manna höfðu áður varið tíma sínum á.