Yfir 2.200 byggingar hafa skemmst eða gjöreyðilagst í eldinum sem skók Lahaina á Maui á Havaí. Tjónið er metið á um 5,5 milljónir bandaríkjadala eða sem samsvarar rúmum 730 milljónum íslenskra króna.
Skógareldarnir í Lahaina eru þeir mannskæðustu í Bandaríkjunum í yfir 100 ár. Minnst 89 eru látnir og er hundruð enn saknað. Þúsundir eru heimilislausir.
Yfirvöld á Havaí hafa hafið rannsókn á viðbrögðum við skógareldunum en íbúar hafa sagt að viðvaranir hafi verið að skornum skammti.
Í ferðamannabænum Lahaina bjuggu um 12.000 íbúar en bærinn var eitt sinn heimbær konungsfjölskyldunnar í Havaí. Oft var mikið líf á glæsilegum hótelum og veitingastöðum í borginni sem nú einkennist aðeins af rústum einum ösku og vonleysi íbúa.