Tilbúinn að stilla til friðar

Abdourahamane Omar Tiani, hershöfðingi og sjálfskipaður leiðtogi Níger.
Abdourahamane Omar Tiani, hershöfðingi og sjálfskipaður leiðtogi Níger. AFP

Omar Ti­ani, sjálfskipaður þjóðarleiðtogi Níger, kveðst tilbúinn að skoða diplómatískar lausnir á deilum landsins við efna­hags­banda­lag Vest­ur-Afr­íku­ríkja (ECOWAS), samkvæmt milligöngumönnum.

Þann 26. júlí var Mohammed Bazoum, forseti Níger, tekinn í gíslingu af lífvarðasveitum sínum og völdum var rænt í landinu. ECOWAS hefur ekki útilokað að nota vald til þess að koma Bazoum aftur í forsetaembættið.

ECOWAS gaf herforingjastjórninni vikufrest til þess að láta völdin af höndum. Fresturinn er leið fyrir viku og hefur bandalagið sett heri sína í viðbragðsstöðu.

Samkvæmt milligöngumanni á Tiani að hafa sagst vera tilbúinn að skoða friðsælar leiðir til þess að leysa úr málunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert