Að minnsta kosti 93 hafa látið lífið í eldinum í bænum Lahaina á eyjunni Maui í Havaí. Yfir 2.200 byggingar hafa skemmst eða gjöreyðilagst.
Um er að ræða mannskæðustu skógarelda sem orðið hafa í Bandaríkjunum síðustu 100 ár. Tjónið er metið á um 5,5 milljónir bandaríkjadala, sem samsvarar rúmum 730 milljónum íslenskra króna.
Á myndbandi má sjá þá sviðnu jörð sem eldurinn hefur skilið eftir sig.
Josh Green, ríkisstjóri Havaí, varar við því að tala látinna gæti hækkað „umtalsvert“. Jafnframt á enn eftir að bera kennsl á þá sem látið hafa lífið. Fjölda manns er enn saknað.
„Þetta er ómögulegur dagur,“ segir Green. „[Eldurinn] mun fyrir víst vera versta náttúruváin sem Havaí hefur staðið frammi fyrir.“
„Við getum aðeins beðið og stutt við þá sem lifa. Áherslan okkar núna er að sameina fólk þegar við getum og veita því skjól og læknisaðstoð, og síðan snúum við okkur að endurbyggingu.“