Rannsaka sprengjuhótanir við Eiffel-turninn

Svæðið í kringum Eiffel-turninn var rýmt tvisvar sinnum á laugardag.
Svæðið í kringum Eiffel-turninn var rýmt tvisvar sinnum á laugardag. AFP/Miguel Medina

Franska lögreglan rannsakar nú tvær sprengjuhótanir sem voru gerðar um helgina við Eiffel-turninn í París.

Hótanirnar leiddu til þess að svæðið í kringum turninn var rýmt tvisvar sinnum á laugardag.

Saksóknari greindi frá því að lögregla rannsaki nú „hótanir um hættulega sprengju sem hefði eða ætti eftir að eiga sér stað“ og því „ógna lífi fólks“. 

Ef sökudólgarnir finnast gætu þeir átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm. 

Hótanirnar voru gerðar á leikjasíðunni jeuxviedo.com, og vefsíðunni moncommissariat.fr þar sem almenningur getur haft samband við frönsku lögregluna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert