Skilaboð sýna fram á sekt Trump

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. AFP/Timothy A. Clary

Saksóknarar í Atlanta-borg í Bandaríkjunum hafa undir höndum textaskilaboð og tölvupósta sem eiga að sýna fram á tilraunir liðsmanna í lögmannateymi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í landi árið 2020. 

CNN greinir frá þessu. 

Búist er við því að Fani Willis, saksóknari í Fulton-sýslu, fari fram á ákæru á hendur fleiri en tólf einstaklingum er hún og teymið hennar mun flytja málið fyrir kviðdómi í næstu viku. 

Saksóknara í Georgíu-ríki hafa lengi grunað að teymi Trump hafi haft áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í ríkinu árið 2020. Saksóknarar telja að teymi Trump hafi útvegað aðgang að kosningakerfi sem hafði að geyma viðkvæmar upplýsingar. 

Sendi lögmönnunum „skriflegt boð“.

Textaskilaboðin og önnur gögn sýna fram á hvernig lögmenn Trump og aðrir í teymi hans fengu aðgang að kerfinu nokkrum dögum fyrir 6. janúar árið 2021, er stuðningsmenn Trump réðust á þinghúsið í Washington-borg. 

Aðgangurinn að kosningakerfinu var hluti af aðgerðum stuðningsmanna Trump til að seinka kosningasigri Joe Biden. 

Samkvæmt heimildum CCN sendi fulltrúi kosninganna í Coffee-sýslu lögmönnum Trump „skriflegt boð“ sex dögum áður en þeir fengu aðgang að kosningakerfinu. 

Saksóknarar hafa fordæmt vinnubrögð einstaklinga sem tengjast málinum, þar á meðal Misty Hampton sem sendi lögmönnunum skriflega boðið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert