Það logaði allt í kringum Annelise Cochran og bílar sprungu í hitanum þegar hún ákvað að stökkva í sjóinn til að bjarga lífi sínu þegar hún var stödd í bænum Lahaina á Hawaii.
„Þetta gerðist á örfáum sekúndum. Og mér fannst þetta eiginlega ekki vera ákvörðun sem ég tók í raun og veru sjálf. Því það virtist aðeins vera einn möguleiki í boði,“ segir Cochran í samtali við blaðamann AFP sex dögum eftir að hafa komist lífs af eftir gríðarmikla gróðurelda sem loguðu í ferðamannabænum á vesturströnd eyjunnar Maui.
Cochran, sem er þrítug, missti bæði nágranna og vini í eldhafinu. Auk þess brann íbúðin hennar, bíllinn og fugl sem hún átti sem gæludýr. Næstum því 100 létust í hamförunum á Hawaii og yfir. 1.000 er enn saknað.
„Það er blessun að ég tengist hafinu með þeim hætti sem ég eri, því ég held að hafið hafi veitt mér skjól þetta kvöld. Hafið bókstaflega bjargaði lífinu mínu,“ segir Cochran sem er vanur sundmaður og starfar fyrir góðgerðarfélagið Pacific Whale Foundation.
Hún segir að þriðjudagurinn 8. ágúst hafi verið eins og hver annar dagur á eyjunni. Fyrst bárust fregnir af eldum sem loguðu í fjallendi fyrir ofan Lahaina. Svo bárust fréttir þess efnis að slökkviliðið hefði náð tökum á eldunum sem drógu úr hennar áhyggjum. Þar að auki höfðu yfirvöld talið nauðsynlegt að rýma svæðið.
Skömmu eftir kl. 15 að staðartíma fór hún að finna brunalykt.
„Við sáum reyk stíga upp og blár himininn var orðinn dökkbrúnn og vindhraðinn mældist um 80 mílur á klukkustund [um 35 metrar á sekúndu]. Þetta gerðist virkilega hratt, það var skelfilegt að fylgjast með þessu,“ segir Cochran sem dvelur nú við stríðsminjasafn í Kahului þar sem hún fær skjól.
„Við sáum loga og áttuðum okkur á því að þeir stefndu beint á okkur.“
Cochran greip töskuna sína, minningarbók og myndir og ók af stað. Hún tók fuglinn sinn einnig með en hann lést þegar hún var að reyna að forða sér frá eldunum.
„Allt varð svart,“ sagði hún. „Ég gat ekki séð nema einn þumlung út um framrúðuna.“
Hún stöðvaði bíllinn nokkra metra við Front Street, sem að aðalgata Lahaina sem snýr að göngupalli við ströndina.
„Fólk hafði stöðvað bifreiðar sínar á veginum og byrjaði að fara út og hlaupa. Og, þar sem staðan var þannig, þá komust engir bílar í gegn. Á því augnabliki áttaði ég mig á því að slökkviliðsbílar kæmust heldur ekki í gegn.“
Cochran rakst á nágranna sína þegar eldarnir nálguðust óðfluga. Það kviknaði í bílum sem urðu á vegi eldanna og sumir sprungu.
Við þessar aðstæður ákvað Cochran að stökkva í hafið ásamt nágrannakonu sinni til að sleppa undan vítislogunum.
„Við fóum á bólakaf til að andlit okkar færu eins neðarlega og kostur var, og svo við værum aðeins að anda að okkur lofti sem var rétt við yfirborð sjávar, því loftið varð mjög rammt og það var skelfilegt að anda því að sér.“
Smátt og smátt fóru konurnar að missa meðvitund og sjá ofsjónir. Hún rankaði við sér þegar sjór skvettist framan í hana og þá áttaði hún sig aftur á því hvað væri í gangi.
Um kl. 21:30 um kvöldið náði Cochran að hringja í neyðarlínuna þar sem hún leitaði skjóls við steinvegg, þar sem um 40 aðrir höfðu einnig safnast saman.
„En þau sögðu við okkur að það væri engin leið að koma okkur strax til bjargar.“
Um kl. 23 um kvöldið sáuð þau skip frá landhelgisgæslunni koma fólki til bjargar í sjónum. Skipið gat þó ekki nálgast ströndina þar sem Cochran var. Þau urðu því að bíða áfram og alls biðu þær í átta klukkustundir.
„Ég myndi halda að ég hafi varið um fimm af þessum klukkustundum ofan í sjónum með vatn upp að hálsi þar sem ég reyndi að verjast logandi glæður.
„En það varð svo kalt og ég varð því nokkrum sinnum að klifra upp á vegginn og fara eins nálægt eldinum og ég gat til að ná hlýju aftur. Þess vegna er ég öll þakin brunasárum og rispum,“ segir Cochran.
Það var svo um miðnætti sem slökkviliðsmenn náðu loks til þeirra. Fyrst var farið með hópinn í nærliggjandi hús og morguninn eftir í neyðarskýli.
Cochran segir að íbúar Lahaina séu gríðarlega reið út í yfirvöld.
„Þetta ástand jaðrar við vanrækslu að mínu mati,“ segir hún.
„Eina ástæðan fyrir því að ég er hér í dag er vegna þess að ég tók málin í eigin hendur.“