Yfir hundrað fundist látin

Blaðamaður Afp-fréttaveitunnar fylgdist með er kæligámum var komið fyrir í …
Blaðamaður Afp-fréttaveitunnar fylgdist með er kæligámum var komið fyrir í bráðabirgða líkhúsi á lögreglustöðinni á Maui í dag. AFP/Yuki Iwamura

Að minnsta kosti 106 létust í gróðureldunum á vest­ur­strönd eyj­unn­ar Maui á Hawaii að sögn yfirvalda. Útbúa hefur þurft sérstök líkhús vegna fjölda látinna. 

Josh Green ríkisstjóri varaði ítrekað við því í síðustu viku að tala látinna gæti tvöfaldast eða jafnvel þrefaldast, en um er að ræða mannskæðustu gróðurelda Bandaríkjanna í meira en öld. 

Stjórnvöld í ríkinu uppfærðu tölu látinna í dag og sagði Green að sérstakir leitarhundar sem geta þefað upp lík hefðu kembt um fjórðung svæðisins sem varð eldinum að bráð.

Blaðamaður Afp-fréttaveitunnar fylgdist með er kæligámum var komið fyrir í bráðabirgða líkhúsum við lögreglustöð á Maui í dag. 

Fyrir utan lögreglustöðina.
Fyrir utan lögreglustöðina. Justin Sullivan/Getty Images/AFP

Borið kennsl á fimm lík

Erfiðlega hefur gengið að bera kennsl á líkin sem eru flest verulega illa farin, en yfirvöld eiga einungis DNA-sýni af 41 einstaklingi sem saknað er. Nærri þúsund manns er enn saknað.

Einungis hefur verið hægt að bera kennsl á fimm lík af 106. 

Yfirvöld hafa gefið út nöfn tveggja fórnarlamba eftir að fjölskyldur þeirra voru látin vita. 

„Við veitum fjölskyldum þeirra sem hafa fengið upplýsingar um örlög ástvini þeirra okkar dýpstu samúð,“ sagði Richard Bissen, sveitarstjóri Maui, í yfirlýsingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert