Fyrrverandi kanslari Austurríkis ákærður

Sebastian Kurz var kanslari Austurríkis í fjögur ár.
Sebastian Kurz var kanslari Austurríkis í fjögur ár. AFP/Austria OUT

Ríkissaksóknari í Austurríki hefur ákært Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslara Austurríkis, og er honum gert að sök að hafa logið að þingnefnd í janúar.

Við þingnefndina gerði hann lítið úr þeim tengslum sem hann á að hafa haft mann sem var tilnefndur sem forstjóri fjárfestingasjóðs í eigu ríkisins.

Skilaboð á milli mannana gefa þó í skyn að mikið samráð væri þeirra á milli fyrir ráðningu. Til að mynda sendi Kurz skilaboð á manninn þar sem stóð „Þú munt fá allt sem þú vilt."

Allt að þrjú ár í fangelsi

Ef Kurz er fundinn sekur þá gæti hann átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisdóm. Hann þvertekur þó fyrir ásakanir og sagði á samfélagsmiðlinum X, áður þekkt sem Twitter, áður en ákæran var honum birt að allar ásakanir væru falskar og að hann væri spenntur fyrir því að fá að sanna það fyrir dómstólum.

Kurz var árið 2017 yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi í heiminum en árið 2021 sagði hann af sér í kjölfar ásakana um að hafa misnotað skattfé í þeim tilgangi að bæta fjölmiðlaumfjöllun um sig sjálfan. Það mál er líka til rannsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert