Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) mun hugsanlega senda nefnd til Níger á morgun sem hefur það verkefni að ræða við herforingjastjórnina um að stilla til friðar í landinu.
Greint var frá því um síðustu helgi að Omar Tiani, sjálfskipaður þjóðarleiðtogi Níger, hefur sagst tilbúinn að skoða friðsælar lausnir á deilum landsins við ECOWAS.
„Á morgun er möguleiki á því að sendinefnd ECOWAS-bandalagsins fari til Níger til þess að reyna að koma á friðsamlegri enduruppbyggingu stjórnskipulegrar reglu,“ segir Abdel-Fatau Musah, talsmaður ECOWAS, í dag.
„Við erum tilbúin að leysa vandamálið friðsamlega en það þarf tvo til að dansa tangó.“
Hinn 26. júlí var Mohammed Bazoum, forseti Níger, tekinn í gíslingu af lífvarðasveitum sínum og frömdu herforingjar valdarán í landinu. ECOWAS hefur ekki útilokað að nota vald til þess að koma Bazoum aftur í forsetaembættið.
ECOWAS gaf herforingjastjórninni vikufrest til þess að láta völdin af höndum. En nú er sá frestur er sá frestur lönguliðinn og hefur bandalagið sett heri sína í viðbragðsstöðu.