Hugsanlegar friðarviðræður á morgun

Leiðtogar Vestur-Afríkuríkja á ECOWAS-fundinum í dag.
Leiðtogar Vestur-Afríkuríkja á ECOWAS-fundinum í dag. AFP

Efna­hags­banda­lag Vest­ur-Afr­íku­ríkja (ECOWAS) mun hugsanlega senda nefnd til Níger á morgun sem hefur það verkefni að ræða við herforingjastjórnina um að stilla til friðar í landinu.

Greint var frá því um síðustu helgi að Omar Ti­ani, sjálf­skipaður þjóðarleiðtogi Níg­er, hefur sagst til­bú­inn að skoða friðsælar lausn­ir á deil­um lands­ins við ECOWAS.

Þarf tvo til að dansa tangó

„Á morgun er möguleiki á því að sendinefnd ECOWAS-bandalagsins fari til Níger til þess að reyna að koma á friðsamlegri enduruppbyggingu stjórn­skipu­legr­ar reglu,“ segir Abdel-Fatau Musah, talsmaður ECOWAS, í dag.

„Við erum tilbúin að leysa vandamálið friðsamlega en það þarf tvo til að dansa tangó.“

Hinn 26. júlí var Mohammed Bazoum, for­seti Níg­er, tek­inn í gísl­ingu af líf­varðasveit­um sín­um og frömdu herforingjar valdarán í landinu. ECOWAS hefur ekki úti­lokað að nota vald til þess að koma Bazoum aft­ur í for­seta­embættið.

ECOWAS gaf her­for­ingja­stjórn­inni viku­frest til þess að láta völd­in af hönd­um. En nú er sá frestur er sá frestur lönguliðinn og hef­ur banda­lagið sett heri sína í viðbragðsstöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert