Sjö látnir eftir flugskeytaárás Rússa

Sjö eru látnir og 90 særðir eftir flugskeyti Rússa.
Sjö eru látnir og 90 særðir eftir flugskeyti Rússa. AFP

Sjö eru látnir og 148 særðir eftir að Rússar skutu flugskeyti á borgina Chernihiv í Úkraínu í morgun. Sex ára gamalt barn lést í árásinni og eru að minnsta kosti 12 börn á meðal þeirra særðu. BBC greinir frá. 

Að sögn yfirvalda í Chernihiv voru fórnarlömb árásarinnar á leið til kirkju til þegar flugskeytið hafnaði í miðju borgarinnar. Þá olli það einnig talsverðum skemmdum á háskóla og leikhúsi sem standa við torg í miðbænum.

Chernihiv liggur nálægt landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands og er 150 kílómeta norðan af Kænugarði. Borgin var hernumin af Rússum í upphafi stríðsins í Úkraínu en síðar endurheimt af Úkraínumönnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert