Skoða tengingar við annað óupplýst mál

Rannsóknardeild lögreglunnar í Las Vegas skoðar nú hvort líkindi séu …
Rannsóknardeild lögreglunnar í Las Vegas skoðar nú hvort líkindi séu á DNA Heuermanns og sönnunargögnum sem tengjast andláti hinnar 17-ára gömlu Victoriu Camara. Samsett mynd

Lögreglan í Las Vegas í Nevada-ríki Bandaríkjanna skoðar nú hvort Rex Heuermann, raðmorðinginn grunaði, tengist óupplýstu máli sem varðar andlát ungrar móður frá árinu 2006. Lögreglan segir morðin vera óhugnanlega lík.

Heuermann hefur verið ákærður fyrir morð þriggja kvenna og grunaður um morð á einni til viðbótar. Allar fjórar fundust látnar við Gilgo-strönd í Long Island.

Hins vegar er þetta ekki fyrsta skiptið sem óupplýst mál er aftur tekið til skoðunar vegna ákæranna á hendur Heuermanns. Í júlí var greint frá því að lögreglan í Atlantic City í New Jers­ey-ríki væri að skoða hvort Heu­er­mann gæti tengst óupp­lýst­um mál­um þar er snerta morð annarra fjögurra kvenna.

17 ára stúlka

Rannsóknardeild lögreglunnar í Las Vegas skoðar nú hvort líkindi séu á DNA Heuermanns og sönnunargögnum sem tengjast andláti hinnar 17-ára gömlu Victoriu Camara, samkvæmt fjölmiðlinum News12

Miðillinn segir einnig að búast megi við niðurstöðum eftir sex til átta vikur.

Lík Camara fannst af flutningabílstjóra þann 11. ágúst 2003, nálægt Boulder City, rúmlega 40 kílómetrum frá Las Vegas. Lögreglan telur að hún hafi með öllum líkindum verið myrt í Las Vegas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert