Vita ekki af hverju lyfin virka gegn offitu

Vísindamenn vita ekki af hverju lyf sem stuðla að þyngdartapi …
Vísindamenn vita ekki af hverju lyf sem stuðla að þyngdartapi virka jafn vel og þau gera. AFP/Joel Saget

Ný lyf sem hafa verið þróuð und­an­far­inn ára­tug virka vel gegn offitu. Lyf, sem upp­haf­lega voru ætluð sem meðferð við syk­ur­sýki af gerð 2, eru nú í mörg­um til­vik­um notuð til þess að vinna gegn offitu. Vís­inda­menn og lækn­ar vita þó ekki ná­kvæm­lega af hverju lyf­in virka svo vel en lyfja­fyr­ir­tæki gáf­ust upp á því fyr­ir mörg­um ára­tug­um að reyna að þróa lyf sem vinna gegn offitu.

Var gengið út frá því að of feit­ir ein­stak­ling­ar hefðu ekki vilja­styrk­inn til að létt­ast frek­ar en að offita væri lang­vinn­ur efna­skipta­sjúk­dóm­ur. Annað hef­ur hins veg­ar komið á dag­inn og er offita nú skil­greind sem sjúk­dóm­ur. Til eru lyf sem hjálpa fólki að grenn­ast.

Um­rædd lyf voru þó ekki upp­haf­lega hönnuð í þeim til­gangi. Fjallað var um þróun slíkra lyfja í New York Times í síðustu viku. Þar var bent á að önn­ur lyf á síðustu ára­tug­um hafi verið þróuð í gegn­um rök­rétta ferla og með skýrt mark­mið að leiðarljósi. Þar á meðal lyf sem hæg­ir á framþróun Alzheimer-sjúk­dóms­ins, lyf við syk­ur­sýki og fleira.

Lang­tíma­áhrif­in ókunn

Nú hafa vís­inda­menn óvart þróað lyf sem hef­ur áhrif á nátt­úru­lega horm­óna og valda þyngd­artapi. Hvorki er vitað af hverju lyf­in stuðla að þyngd­artapi né hver lang­tíma­áhrif­in eru á sjúk­linga sem taka þau að staðaldri.

„All­ir myndu ætla að það hljóti að vera rök­rétt skýr­ing eða regla sem gef­ur til kynna hvað á eft­ir að virka. En staðan er ekki sú núna,“ seg­ir dr. Dav­id D’A­lessio, sér­fræðing­ur í efna­skipta- og innkirtla­lækn­ing­um við Yale-há­skóla í sam­tali við New York Times. Lyf á borð við Ozempic og Sax­enda, sem meðal annarra syk­ur­sýk­is­lyfja er á markaði hér­lend­is, þarf að taka viku­lega til að þau virki. Þegar sjúk­ling­ur­inn hætt­ir að taka inn lyf­in þyng­ist hann aft­ur um þau kíló sem hann hafði misst á meðan hann tók lyf­in.

Dr. Sus­an Yanovski, einn af fram­kvæmda­stjór­um yfir rann­sókn­um á offitu við banda­rísku syk­ur­sýk­is-, melt­ing­ar­færa- og nýrnamiðstöðina, hef­ur áhyggj­ur af því að sjúk­ling­ar verði að vera á lyf­inu alla ævi, vilji þeir halda auka­kíló­un­um í skefj­um.

Hún bend­ir á að nauðsyn­legt sé að lækn­ar fylg­ist vel með því hvaða lang­tíma­áhrif slík lyf hafa á sjúk­linga.

Offiitu fylgja aukn­ar lík­ur á marg­vís­leg­um fylgi­sjúk­dóm­um, svo sem syk­ur­sýki, lifr­ar­sjúk­dóm­um, hjarta­sjúk­dóm­um, krabba­meini, svefn­vanda­mál­um og liðverkj­um.

Aðaláhrif­in skipti mestu máli

„Það verður að hafa í huga þessa al­var­legu sjúk­dóma sem fylgja offitu og einnig skemmri lífs­lík­ur,“ seg­ir Yanovski. Lyf sem núna eru notuð gegn offitu hafa líka marg­vís­leg­ar auka­verk­an­ir. Þeirra á meðal eru ógleði og niður­gang­ur. En aðaláhrif­in eru þau sem skipta máli.

Sjúk­ling­ar segja frá því að þrá­hyggju fyr­ir mat linni. Þeir þurfa minna magn af mat og þeir létt­ast því þeir borða minna, ekki af því þeir brenna fleiri hita­ein­ing­um.

Niður­stöður lyfja­rann­sókna sem kynnt­ar voru fyrr í ág­úst gefa til kynna að nýtt lyf, Wegovy, hafi víðtæk­ari áhrif en að hjálpa sjúk­ling­um að létt­ast. Það vernd­ar þá einnig fyr­ir því að þróa með sér hjarta­sjúk­dóma og minnk­ar lík­ur á hjarta­áfalli eða heila­blóðfalli.

Vís­inda­menn skilja þó ekki að fullu af hverju þessi lyf hafa þessi áhrif á sjúk­linga. Lyf á borð við Ozemp­ix og Sax­enda hafa ekki verið lengi á markaði. Enn er verið að kort­leggja auka­verk­an­ir þess­ara lyfja.

Auka­verk­an­ir kannaðar bet­ur

Í sum­ar var greint frá því að vís­bend­ing­ar væru um að lyf­in gætu valdið sjálf­skaðahugs­un­um og auk­inni sjálfs­vígs­hættu hjá sjúk­ling­um. Lyfja­stofn­un Evr­ópu at­hug­ar nú þessi mögu­legu tengsl en Lyfja­stofn­un Íslands sendi inn ábend­ingu þessa efn­is.

Alls komu upp þrjú slík til­felli hér­lend­is í sum­ar. Í tveim­ur til­fell­um upp­lifðu sjúk­ling­arn­ir sjálfs­vígs­hugs­an­ir. Ann­ar var á Sax­enda og hinn á Ozempic. Í þriðja til­fell­inu upp­lifði sjúk­ling­ur­inn sjálf­skaðahugs­an­ir og var hann á Sax­enda.

Í viðtali við mbl.is fyrr í sum­ar sagði for­stjóri Lyfja­stofn­un­ar að um 170 ábend­ing­ar hefðu borist Lyfja­stofn­un Evr­ópu um þess­ar mögu­legu auka­verk­an­ir.

„Ekki hef­ur verið sýnt fram á or­saka­sam­hengi og það er það sem þarf að gera. Til þess þarf miklu stærra þýði en við erum með,“ sagði Rúna Hauks­dótt­ir, for­stjóri Lyfja­stofn­un­ar Íslands.

Hún sagði að 170 til­kynn­ing­ar væru ekki marg­ar miðað við þann fjölda sem er á lyf­inu í allri Evr­ópu. Aðrar þekkt­ar auka­verk­an­ir lyfj­anna eru melt­ing­ar­trufl­an­ir.

Í Evr­ópu vof­ir nú yfir skort­ur á lyf­inu Ozempic og ger­ir Lyfja­stofn­un ráð fyr­ir að skort­ur­inn vari út árið á Íslandi. Um sjö þúsund Íslend­ing­ar eru á Ozempic.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert