Vísa Níger úr Afríkubandalaginu

Níger hefur verið vikið úr Afríkubandalaginu.
Níger hefur verið vikið úr Afríkubandalaginu. AFP

Stjórn Afríkubandalagsins hefur vikið Níger úr bandalaginu vegna valdaráns sem framið var í landinu. Fær landið ekki inngöngu á ný fyrr en búið er að koma á fót stjórn­skipu­legr­i reglu í landinu.

Í tilkynningu frá friðar- og öryggisráði Afríkubandalagsins er kallað eftir því að „Afríkubandalagið geri mat á efnahagslegum, félagslegum og öryggistengdum forsendum fyrir því að setja heri í viðbragðsstöðu“.

Herir í viðbragðsstöðu

Hinn 26. júlí var Mohammed Bazoum, for­seti Níg­er, tek­inn í gísl­ingu af líf­varðasveit­um sín­um og frömdu her­for­ingj­ar vald­arán í land­inu. Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) hef­ur ekki úti­lokað að nota vald til þess að koma Bazoum aft­ur í for­seta­embættið.

ECOWAS gaf her­for­ingja­stjórn­inni viku­frest til þess að láta völd­in af hönd­um. Nú er sá frest­ur löngu liðinn og hef­ur banda­lagið sett heri sína í viðbragðsstöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert