Hitamet slegin í Frakklandi

Hitinn hefur ekki farið vel með gróðurinn í Frakklandi, en …
Hitinn hefur ekki farið vel með gróðurinn í Frakklandi, en hér má sjá skrælnaða sólblómaakra. AFP/Jeff Pachoud

Hitamet hafa verið slegin í Frakklandi síðustu daga, en aldrei áður hefur mælst jafnhár meðalhiti á sólarhring svo síðla sumars. Veðurstofa Frakklands varar við áframhaldandi hitabylgju næstu daga. AFP-fréttastofan greinir frá.

Í gær fór sólarhringsmeðalhitinn upp í 27,1 gráðu og gert er ráð fyrir að hitinn muni jafnvel hækka enn frekar þegar líður á vikuna.

Svo hátt hitastig hefur ekki verið viðvarandi í svo langan tíma seinni hluta ágúst frá því mælingar hófust árið 1947.

AFP/ Guillaume Souvant

Víða eru rauðar viðvaranir vegna hita í Frakklandi í dag og annars staðar eru appelsínugular viðvaranir.

Heitast er í suðurhluta landsins og í dag er spáð allt að 42 stiga hita á svæðum nálægt landamærum Spánar: Rhone-dalnum, Occitanie-héraði og Aquitaine-héraði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert