Framlengja gæsluvarðhald yfir Gershkovich

Gæsluvarðhaldi yfir bandaríska fréttaritaranum, Evan Gershkovich, hefur verið framlengt um …
Gæsluvarðhaldi yfir bandaríska fréttaritaranum, Evan Gershkovich, hefur verið framlengt um þrjá mánuði. AFP

Rússneskir dómstólar hafa framlengt gæsluvarðhald yfir bandaríska fréttaritaranum, Evan Gershkovich, um þrjá mánuði. Gershkovich var handtekinn fyrir meintar njósnir fyrr á árinu. 

Gershkovich starfaði sem fréttaritari í Moskvu fyrir bandaríska miðilinn The Wall Street Journal og hélt áfram að segja fréttir frá landinu eftir að Rússland hóf innrásina í Úkraínu. 

Alræmt fangelsi

Fréttaritarinn hefur setið í rússnesku fangelsi síðan í mars á þessu ári, en dómari hefur nú úrskurðað hann í gæsluvarðhald þar til 30. nóvember, eða þar til staðan verður metin að nýju.

Gershkovich er fyrsti vestræni fréttaritarinn síðan á Sovétárunum, sem hefur verið ásakaður fyrir njósnir og hefur hann setið í hinu alræmda Lefortovo-fangelsi, en fangelsið er sagt halda föngum sínum í nær algjörri einangrun.

Gershkovich var leiddur fyrir dómstól af grímuklæddum mönnum.
Gershkovich var leiddur fyrir dómstól af grímuklæddum mönnum. AFP

Sáu Gershkovich

Fréttamönnum AFP-fréttastofunnar var meinaður aðgangur í réttarsalinn, en sáu Gershkovich þar sem hann var leiddur fyrir dóm íklæddur gallabuxum og köflóttri skyrtu. Lögmaður Gerskovich veitti ekki viðtöl að réttarhöldum loknum. 

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ásamt öldungadeild Bandaríkjaþings hafa kallað eftir lausn Gershkovich og fordæmt handtökuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert