388 enn saknað eftir eldana á Havaí

Búast má við því að tala látinna muni hækka.
Búast má við því að tala látinna muni hækka. AFP/Mandel Ngan

Stjórnvöld á Havaí hafa birt lista yfir nöfn þeirra 388 sem enn er saknað eftir mikla gróðurelda sem geisuðu við bæinn Lahaina á Maui fyrir tveimur vikum. New York Times greinir frá.

Staðfest tala látinna til þessa er 115 en búist er við að hún muni hækka.

Björgunarsveitir eru enn að störfum á svæðinu og leita nú í brunarústunum að líkamsleifum. 

Með því að birta listann vonast stjórnvöld til þess að fækka nöfnum á listanum, því einhverjir á listanum gætu verið á lífi.  

Stjórnvöld höfðu áður gefið út að ekki væri vitað um afdrif 1.000 til 1.100 manns.

Á listanum sem birtur var í gær eru nöfn fólks sem aðstandendur höfðu spurst fyrir um eða tilkynnt um hvarf þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert