Allt saman „helber lygi“

Rússnesk stjórnvöld hafna orðrómi um að þau hafi skipað fyrir um að koma Jev­gení Prigó­sjín, stofn­anda Wagner-málaliðahóps­ins, fyrir kattarnef.

Prigósjín er talinn af eftir flugslys tveimur mánuðum eftir að hafa leitt uppreisn í Rússlandi. Wagner-hópurinn hefur sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa skotið flugvél niður, en Prigósjín er sagður hafa verið á farþegalistanum. Tíu létust í slysinu.

Orðrómur um að skipun hafi komið frá Kreml hefur verið hávær í vestrænum löndum, meðal gagnrýnenda Kremlar og jafnvel meðal fylgismanna stjórnvalda í Kreml.

„Í vesturlöndum er þessum getgátum haldið á lofti úr ákveðinni átt. Þetta er allt saman helber lygi,“ sagði Dimítrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml.

Andlát Prigósjíns hefur ekki enn verið staðfest. Peskov sagði vinnu standa yfir við að formlega bera kennsl á hann meðal hinna látnu.

Maður leggur frá sér blómvönd til minningar um Jev­gení Prigó­sjín, …
Maður leggur frá sér blómvönd til minningar um Jev­gení Prigó­sjín, stofn­anda Wagner-málaliðahóps­ins. AFP/Natalia Kolesnikova
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert