Ríkisstjórn Danmerkur hyggst setja bann við Kóran- og Biblíubrennum vegna aukinnar hættu á hryðjuverkum í kjölfar æ algengari Kóranbrenna.
Gerist einstaklingur sekur um að hafa brennt Kóran eða Biblíu gæti sá hinn sami átt yfir höfði sér allt tveggja ára fangelsisvist og sætt sektum ef frumvarp ríkisstjórnarinnar nær í gegn.
Búist er við að banninu verði bætt við hluta hegningarlaga sem bannar opinbera móðgun við erlent ríki, fána þess eða annað tákn. Frumvarp þess efnis verður lagt fyrir danska þingið 1. september.
Peter Hummelfaard, dómsmálaráðherra Danmerkur, segir að slíkar brennur skaði ímynd landsins og ógni öryggi borgara, en vaxandi öryggisógna er í landinu vegna íslamskra hryðjuverkasamtaka.
Lars Lokke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, segir að yfir 170 Kóranbrennur hafi átt sér stað á síðustu vikum í landinu og einnig fyrir framan sendiráð múslímskra þjóða í Danmörku.
Í Svíþjóð hefur einnig verið mikið um Kóranbrennur að undanförnu og leyniþjónustan þar segir hættu við hryðjuverkum fara vaxandi.
Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, kvaðst þó ekki tilbúinn að takmarka tjáningarfrelsi eins og Danmörk þar sem þá þyrfti að breyta stjórnarskránni.