Sakborningur

Sakborningsmyndin af Trump. Forsetinn fyrrverandi var heldur ófrýnilegur fyrir framan …
Sakborningsmyndin af Trump. Forsetinn fyrrverandi var heldur ófrýnilegur fyrir framan myndavélina. AFP/Fógetaembætti Fulton-sýslu

Það er ekki annað hægt að segja en að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi myndast vel á sakborningsmynd þeirri sem tekin var af honum þegar hann gaf sig fram við lögreglu í Atlanta í gærkvöld.

Trump var handtekinn og tekin voru af honum fingraför sem og þessi mátulega passandi sakborningsmynd.

Þetta er fjórða ákær­an sem Trump á yfir höfði sér en í Georgíu­ríki er hann ákærður, ásamt 18 öðrum, fyr­ir að hafa reynt að snúa við úr­slit­um for­seta­kosn­ing­anna 2020.

Trump hef­ur einnig verið ákærður í Flórída-ríki, New York-ríki og í Washingt­on-borg. Þegar all­ir ákæru­liðir í ákær­un­um fjór­um eru lagðir sam­an eru þeir 91 tals­ins.

Trump gafst kostur á að lýsa sig sekan eða saklausan af sakargiftunum áður en hann var látinn laus gegn 200 þúsund dollara tryggingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert