Miklar tafir á flugumferð í Bretlandi

Búist er við miklum töfum um breska lofthelgi.
Búist er við miklum töfum um breska lofthelgi. AFP

Bresk flugmálayfirvöld hafa takmarkað flugumferð vegna umfangsmikillar bilunar í tæknibúnaði flugumferðarstjórnar. Búist er við miklum töfum á flugi vegna þessa.

Í tilkynningu frá breskum flugstjórnaryfirvöldum kemur fram að gripið hafi verið til þess ráðs að takmarka flugumferð á meðan unnið er úr vandamálinu.

Þá segir að verkfræðingar séu að störfum við að finna lausn á vandanum án þess að tilgreina nánar um það hver hann er eða hve lengi viðgerð mun standa yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert