Eyðileggja legsteina hinna látnu

Ítrekuð skemmdarverk hafa verið unnin á grafreit Möhsu Amini.
Ítrekuð skemmdarverk hafa verið unnin á grafreit Möhsu Amini. Ljósmynd/Amnesty International

Írönsk stjórn­völd hafa ráðist á og ógnað fjöl­skyld­um þeirra sem ír­ansk­ar ör­ygg­is­sveit­ir myrtu í tengsl­um við mót­mæli þar í landi á síðasta ári.

Upp­reisn í þágu kven­frels­is hófst í Íran á síðasta ári í kjöl­far dauða Möhsu Am­ini, en hún var myrt í varðhaldi lög­reglu þann 16. sept­em­ber 2022, eft­ir að hún var hand­tek­in fyr­ir að bera höfuðklút sinn á óviðeig­andi hátt.

Leg­steinn Möhsu Am­ini ít­rekað eyðilagður

Sam­kvæmt skýrslu Am­nesty hafa ír­önsk yf­ir­völd ít­rekað brotið mann­rétt­inda­lög með meðferð sinni á fjöl­skyld­um fórn­ar­lambanna, þar á meðal með órök­studd­um og órétt­lát­um hand­tök­um og ákær­um. Hafa þær í sum­um til­fell­um leitt til fang­elsis­vista, harka­legra til­b­urða við yf­ir­heyrsl­ur og hafa sum­ir verið dæmd­ir til að þola svipu­högg.

Þess að auki hafa ótal skemmd­ar­verk verið unn­in á leg­stein­um og friðsam­leg­ar sam­kom­ur við gra­freiti hindraðar. Sí­end­ur­tek­in skemmd­ar­verk hafa verið unn­in á leg­steini Möhsu Am­ini.

Seg­ir Am­nesty ír­önsk stjórn­völd ít­rekað hafa brugðist fjöl­skyld­un­um og að eng­inn op­in­ber aðili hafi verið lát­inn sæta ábyrgð til þessa á morðum ör­ygg­is­sveit­anna.

Ótal skemmdarverk hafa verið unnin á legsteinum.
Ótal skemmd­ar­verk hafa verið unn­in á leg­stein­um. Ljós­mynd/​Am­nesty In­ternati­onal

Gera ákall til alþjóðasam­fé­lags­ins

Di­ana Eltaway, svæðis­stjóri Am­nesty In­ternati­onal fyr­ir Mið-Aust­ur­lönd og Norður-Afr­íku, seg­ir alþjóðasam­fé­lagið verða að beita ír­önsk stjórn­völd þrýst­ingi og lýsa yfir stuðningi sín­um við fjöl­skyld­urn­ar.

„Alþjóðasam­fé­lagið verður að styðja fjöl­skyld­ur fórn­ar­lambanna með því að þrýsta á ír­önsk stjórn­völd að virða rétt­inn til tján­ing­ar- og funda­frels­is.“

Skýrsla Am­nesty In­ternati­onal grein­ir frá mál­um 36 fjöl­skyldna fórn­ar­lamba frá tíu héruðum vítt og breitt um Íran sem sætt hafa mann­rétt­inda­brot­um á und­an­förn­um mánuðum.

Skýrsl­una má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert