Biggs fékk 17 ára fangelsisdóm

Joe Biggs.
Joe Biggs. AFP

Joe Biggs, einn af leiðtog­um banda­ríska öfga­hóps­ins Proud Boys, hef­ur verið dæmd­ur í 17 ára fang­elsi af dóm­stól í Banda­ríkj­un­um.

Dóm­inn hlýt­ur Biggs, sem er 38 ára gam­all og er fyrr­ver­andi hermaður, fyr­ir hlut sinn í árás á þing­húsið í Banda­ríkj­un­um í byrj­un árs 2021 en Biggs er sagður hafa verið helsti hvatamaður að árás­inni.

Þetta er þyngsti dóm­ur­inn sem fallið hef­ur vegna árás­ar­inn­ar á þing­húsið en sak­sókn­ari fór fram á að Biggs yrði dæmd­ur í 33 ára fang­elsi.

Grát­klökk­ur fyr­ir dómi

Fyr­ir dómi baðst grát­klökk­ur Biggs af­sök­un­ar á gjörðum sín­um. „Ég er ekki hryðju­verkamaður og ég ekki er ekki með hat­ur í hjarta mínu. Ég veit að þarf að refsa mér og ég hef full­an skiln­ing á því,“ sagði Biggs eft­ir að dóm­ur­inn hafði verið kveðinn upp.

Zachary Rehl, fé­lagi Biggs í Proud Boys, fékk 15 ára fang­els­is­dóm, en hann var einnig sak­felld­ur fyr­ir að hvetja til upp­reisn­ar við þing­húsið.

Að því er fram kem­ur á frétta­vef BBC hafa rúm­lega eitt þúsund manns verið hand­tekn­ir eft­ir árás­ina. 630 þeirra hafa játað að hafa tekið þátt í árás­inni og hafa 110 þeirra verið sak­felld­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert