Enn einn „Stoltur Drengur“ dæmdur

Fleiri liðsmenn öfgahópsins The Proud Boys þurfa að svara fyrir …
Fleiri liðsmenn öfgahópsins The Proud Boys þurfa að svara fyrir gjörðir sínar fyrir dómi. JON CHERRY

„Stolti Dreng­ur­inn“ Dom­inic Pezzola, hef­ur verið dæmd­ur til tíu ára fang­elsis­vist­ar fyr­ir hlut sinn í árás­inni á banda­ríska þing­húsið, Capitol Hill, í janú­ar 2021. 

Sam­kvæmt frétt BBC var Pezzola fund­inn sek­ur um að ráðast á lög­regluþjóna og fyr­ir að hindra lög­reglu­störf.

Pezzola var fé­lags­maður öfga­sam­tak­anna The Proud Boys eða „Stoltu Dreng­irn­ir“ en hóp­ur­inn byrjaði sem drykkju­hóp­ur en þróaðist yfir í öfga­hóp stuðnings­manna Don­ald Trumps.

Kveikti sér í vindli til að fagna óeirðunum

Álitu fé­lags­menn sig sem fót­gönguliða Trumps og voru meðal þeirra fyrstu til að brjóta sér leið inn í þing­húsið í kjöl­far ósig­urs hans í for­seta­kosn­ing­un­um 2020. Trump er tal­inn hafa hvatt til óeirðanna með um­mæl­um sín­um um að kosn­ing­un­um hafi verið stolið.

Pezzola var einn þeirra sem gekk í for­ystu óeirðaseggj­anna og brúkaði hann lög­reglu­skjöld til að brjóta sér leið inn í þing­húsið. At­vikið náðist á mynd­bands­upp­töku en Pezzola birti einnig klippu af sér þar sem má sjá hann kveikja sér í vindli til að fagna af­rek­inu.

Mynd frá óeirðunum úi janúar 2021.
Mynd frá óeirðunum úi janú­ar 2021. ROBERTO SCHMIDT

Fleiri stolt­ir dreng­ir hljóta fang­els­is­dóma

Ann­ar „Stolt­ur Dreng­ur“, Et­h­an Norde­an, fer fyr­ir dóm á föstu­dag. Joe Biggs einn leiðtoga hóps­ins var dæmd­ur í 17 ára fang­elsi í gær, en fé­lagi hans Zachary Rehl hlaut 15 ára fang­els­is­dóm.

Fyr­ir hafa sex men menn úr öfga­sam­tök­un­um Oath Kee­pers verið sak­feld­ir fyr­ir sína aðild að óeirðunum. 





mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert