YouTube-móðir handtekin vegna gruns um barnaníð

YouTube-stjarnan Ruby Franke hefur verið handtekin vegna gruns um barnaníð.
YouTube-stjarnan Ruby Franke hefur verið handtekin vegna gruns um barnaníð. Instagram/moms_of_truth

Kona í Utah-ríki Bandaríkjanna, sem rak YouTube-rási þar sem hún gaf ráð til foreldra, hefur verið handtekin vegna gruns um barnaníð, eftir að illa særður og vannærður sonur hennar flúði heimili fjölskyldunnar.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Ruby Franke og samstarfskona hennar, Jodi Nan Hildebert, hafi verði handteknar í gær vegna gruns um barnaníð. Lögreglan fann einnig dóttur Frankes vannærða og í slæmu ástandi heima hjá Hildebert.

Samkvæmt lögreglu á tólf ára sonur Frankes að hafa klifrað út um glugga heimili síns og bankað á dyr nágranna sinna og beðið um mat og vatn.

Vannærður og bundinn með kaðli

„[Nágrannarnir] sögðu að barnið virtist vera skinhorað og vanært, með opin sár og límband utan um útlimina,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar. „Þegar bar að, mat lögreglufólk sárin og næringarskort [drengsins] svo að þau væru alvarleg.“

Flytja þurfti drenginn á spítala „vegna djúpra sára eftir að hafa verið bundin með kaðli og vegna næringarskortsins“. 10 ára stúlkan var einnig flutt á spítala.

Lét son sinn sofa á baunapúða

Franke er 41 árs og öðlaðist aðdáendahóp á YouTube árið 2015 fyrir rásina sína „8 passengers“, þar sem fjallað var um móðurhlutverkið og börnin hennar sex.

Rásin hafði öðlast yfir tvær milljónir áskrifenda áður en henni var lokað fyrr á árinu en þá hafði Franke sætt gagnrýni vegna strangra uppeldisaðferða sem hún lýsti í myndböndum sínum.

Hún sagðist t.d. hafa refsað syni sínum með því að láta hann sofa á baunabúða í marga mánuði og refsað börnum sínum með því að gefa þeim ekki máltíðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert