Þyngsti dómurinn til þessa

Enrique Tarrio, t.v., og Joe Biggs, t.h., hafa báðir hlotið …
Enrique Tarrio, t.v., og Joe Biggs, t.h., hafa báðir hlotið þunga fangelsisdóma vegna innrásarinnar í þinghúsið í Washington. Myndin er tekin á mótmælendafundi árið 2019. AFP/John Rudoff

Enrique Tarrio, fyrr­ver­andi leiðtogi Prod Boys-sam­tak­anna, hlaut í dag 22 ára fang­els­is­dóm fyr­ir þátt­töku sína í inn­rás­inni í þing­húsið í Washingt­on 6. janú­ar 2021. Þetta er þyngsti dóm­ur­inn sem fallið hef­ur í tengsl­um við inn­rás­ina í þing­húsið. 

Sak­sókn­ari fór fram á 33 ára fang­els­is­dóm yfir Tarrio en verj­andi hans óskaði þess að hann fengi ekki meira en 15 ár í fang­elsi. 

Proud Boys-sam­tök­in leiddu inn­rás­ina inn í þing­húsið og var Tarrio leiðtogi þeirra. 

Tarrio og fjöldi annarra liðsmanna Proud Boys-sam­tak­anna voru sak­felld­ir í maí vegna inn­rás­ar­inn­ar. Í síðustu viku var Et­h­an Norde­an dæmd­ur í 18 ára fang­elsi. Stew­art Rhodes, einnig liðsmaður Proud Boys, var sömu­leiðis dæmd­ur í 18 ára fang­elsi fyrr á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert