Ásókn í megrunarlyf styrkir efnahag Dana

Ozempic-sykursýkislyfið sem Novo Nordisk framleiðir.
Ozempic-sykursýkislyfið sem Novo Nordisk framleiðir. AFP

Mik­il ásókn í syk­ur­sýk­is -og megr­un­ar­lyf frá danska lyfja­fyr­ir­tæk­inu Novo Nordisk hef­ur gert það að verðmæt­asta fyr­ir­tæki Evr­ópu.

Þessi mikla eft­ir­spurn hef­ur reynst mik­il inn­spýt­ing fyr­ir efna­hag­inn í Dan­mörku. 

„Ef það væri ekki fyr­ir Novo Nordisk þá hefði eng­inn vöxt­ur orðið á fyrstu sex mánuðum árs­ins,“ seg­ir Lars Ol­sen, aðal­hag­fræðing­ur Danske Bank, í sam­tali við AFP frétta­veit­una.

Hagnaður Novo Nordisk hef­ur auk­ist jafnt og þétt og því ber að þakka tveim­ur eft­ir­sótt­um lyf­seðils­skyld­um lyfj­um, syk­ur­sýk­is­lyf­inu Ozempic og offitu­lyf­inu Wegovy.

Stærsti skatt­greiðandi lands­ins

Novo Nordisk-áhrif­in má glöggt sjá í rík­iskassa Dana en fyr­ir­tækið er stærsti skatt­greiðandi lands­ins. Novo Nordisk, sem er stærsti insúlí­n­fram­leiðandi í heimi, jók sölu á offitumeðölum sín­um um 157 pró­sent á fyrri helm­ingi árs­ins.

Sam­kvæmt Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­inni þjá­ist meira en millj­arður manna af offitu og meira en 530 millj­ón­ir manna af syk­ur­sýki.

Sam­kvæmt op­in­ber­um töl­um jókst hag­vöxt­ur í Dan­mörku á fyrri hluta árs­ins um 1,7 pró­sent á milli ára en ef lyfjaiðnaður­inn er und­an­skil­inn dróst hann sam­an um 0,3 pró­sent.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert