Umfangsmikil leit í Lundúnum

Daniel Abed Khalife, sem lýst er eftir.
Daniel Abed Khalife, sem lýst er eftir. Ljósmynd/Lundúnalögreglan

Umfangsmikil leit er hafin eftir að maður, grunaður um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk, slapp úr Wandsworth-fangelsinu í Lundúnum í morgun.

Daniel Abed Khalife, 21 árs að aldri, beið þar réttarhalda eftir að hafa verið sakaður um að skilja eftir gervisprengjur á herstöð þegar hann var þar hermaður.

Lögregla telur líklegast að hann sé enn í eða við Lundúnir.

Fram hefur komið við þingfestingu máls á hendur honum að hann hafi reynt að nálgast upplýsingar um hermenn frá mannauðskerfi varnarmálaráðuneytisins, „sem þóttu líklegar til að gagnast manneskju við hryðjuverk eða undirbúning þeirra“, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert