Masterson dæmdur í 30 ára fangelsi

Danny Masterson varð frægur þegar hann lék Steven Hyde í …
Danny Masterson varð frægur þegar hann lék Steven Hyde í þáttaröðinni That '70s Show. AFP

Bandaríski leikarinn Danny Masterson hefur verið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að nauðga tveimur konum snemma á þessari öld. AP-fréttastofan greinir frá.

Dómurinn var kveðinn upp í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag en Masterson, sem er hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk í That 70's Show, var sakfelldur í maí á þessu ári. 

Masterson var dæmdur fyrir að nauðga tveimur konum á heimili sínu í Hollywood Hills árin 2001 og 2003. 

Hann var einnig kærður fyr­ir að nauðga einni ann­arri konu en kviðdóm­ur­inn taldi að ekki væri hægt að sanna það með nógu góðum sönn­un­ar­gögn­um. Sak­sókn­ari seg­ir að Master­son hafi byrlað kon­un­um og síðan beitt þær of­beldi.

Um er að ræða annað skipti sem Master­son er stefnt fyr­ir dóm vegna ásak­ana um nauðgun en í des­em­ber tókst kviðdómi í Los Ang­eles ekki að kom­ast að niður­stöðu í máli gegn leik­ar­an­um. Þá neit­aði hann ásök­un­un­um og sagðist hafa verið of­sótt­ur vegna aðild­ar sinn­ar að Vís­inda­kirkj­unni.

All­ar þrjár kon­unn­ar voru einnig í Vís­inda­kirkj­unn­i á þeim tíma sem at­vik­in eiga að hafa átt sér stað. Tvær kvenn­anna sögðu að aðilar inn­an kirkj­unn­ar hafi hvatt þær til þess að halda þessu leyndu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert