Sagður á leiðinni til Rússlands

Félagarnir Kim Jong-un og Vladimír Pútín munu funda í vikunni. …
Félagarnir Kim Jong-un og Vladimír Pútín munu funda í vikunni. Myndin er tekin í apríl árið 2019. AFP/KCNA

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er lagður af stað til Rússlands að hitta Vladimír Pútín, forseta Rússlands, að því er segir í norðurkóreska ríkisfjölmiðlinum. 

„Hinn virti félagi Kim Jong-un mun hitta og tala við félaga Pútín í heimsókn sinni,“ segir í KCNA. Stjórnvöld í Kreml hafa einnig staðfest að leiðtogi Norður-Kóreu muni funda með forseta landsins á næstu dögum. 

Kim ferðast með vígbúinni lest frá Norður-Kóreu. Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu sögðu um helgina að líklegt væri að þeir myndu hittast í Vladívostok. 

Þetta er fyrsta utanlandsferð Kim eftir heimsfaraldur kórónuveiru. 

Ráð er gert fyrir að leiðtogarnir muni ræða stríðið í Úkraínu og telja sérfræðingar að Pútín sé á höttunum eftir vopnum sem Norður-Kóreumenn búa yfir en einnig matarbirgðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert