Þúsundir látið lífið og tíu þúsund saknað

Óveðrið olli meðal annars miklum skaða í borgunum Derna, Benghazi, …
Óveðrið olli meðal annars miklum skaða í borgunum Derna, Benghazi, Soussa og Al-Marj. AFP/Rauði hálfmáni Líbíu

Á þriðja þúsund manns hafa látið lífið vegna mikilla flóða í kjölfar óveðursins Daníels í Líbíu. Fleiri en 1.000 þeirra létust í hafnarborginni Derna á norðausturströnd landsins. 10.000 manns er saknað í landinu að sögn Rauða krossins. BBC segir frá.

Stór hluti af borginni Derna er á kafi í vatni eftir flóðin. Tvær stíflur og fjórar brýr hafa hrunið. Í kringum 100.000 manns búa í borginni.

Bílar í hrúgu eftir flóðin í Derna.
Bílar í hrúgu eftir flóðin í Derna. AFP/Forsætisráðuneyti Líbíu

Heilu hverfunum skolaði í burtu

„Heilu hverfin í Derna hafa horfið ásamt íbúum þeirra... skolað í burtu,“ sagði annar forsætisráðherra Líbíu, Osama Hamad, í samtali við líbíska sjónvarpsstöð.

Óveðrið olli einnig miklum skaða í borgunum Benghazi, Soussa og Al-Marj.

Eyðilegging í borginni Derna.
Eyðilegging í borginni Derna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert