5% borgarbúa látið lífið í flóðunum

Stór hluti af borginni Derna er á kafi í vatni …
Stór hluti af borginni Derna er á kafi í vatni eftir flóðin. AFP

Talsmaður innanríkisráðuneytis austurhluta Líbíu segir að fleiri en 5.200 manns hafi látið lífið í borginni Derna í kjölfar flóða sökum óveðursins Daníels sem reið yfir á sunnudaginn.

Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn hafa gefið það út að allt að 10.000 manns sé þar að auki saknað.

Stór hluti af borginni Derna er á kafi í vatni eftir flóðin. Tvær stíflur og fjórar brýr hafa hrunið. Í kringum 100.000 manns búa í borginni.

Talan á reiki

Tala látinna er á reiki eftir því hver er spurður, en tvær ríkisstjórnir eru í Líbíu. Ríkisstjórn austurhluta landsins, þar sem óveðrið olli mestum skaða, er sú sem segir að 5.200 manns hafi látið lífið í Derna. Ríkisstjórnin í Tripoli-borg í norðvestur Líbíu segir að 2.600 manns hafi látið lífið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert