Óttast að 20% borgarbúa séu látin

Borgarstjóri í hafn­ar­borg­inni Derna á norðaust­ur­strönd Líbíu telur um 20.000 borgarbúa hafa látið lífið vegna mik­illa flóða í kjöl­far óveðurs­ins Daní­els. Reynist mat borgarstjóra rétt er um að ræða 20 prósent af íbúafjölda borgarinnar.

Tvær stíflur brustu og fjórar brýr hrundu vegna óveðursins, en um 100 þúsund manns búa í borginni. Í umfjöllun BBC segir að borgarstjórinn, Abdulmenam Al-Ghaithi, byggi mat sitt á hve mörg hverfi borgarinnar séu á kafi eða gerónýt, eftir að stíflurnar brustu. 

Þegar hafa dauðsföll fimm þúsund manna verið staðfest, en að minnsta kosti tíu þúsund manns er saknað. Heilu göturnar fóru með flóðunum og hefur fjöldi látinna fundist í sjónum.

Leggja ágreining til hliðar

Í Líbíu hafa tvær ríkisstjórnir barist um völdin í landinu eftir andlát Muhammar Gaddafi árið 2011. Hafa ríkistjórnirnar þó lagt ágreining sinn til hliðar og lagst á eitt til að veita neyðaraðstoð í Derna. 

Alþjóðleg björgunarteymi hafa verið send á vettvang, þar á meðal frá Egyptalandi, Túnis, Ítalíu, Spáni og Tyrklandi.

Þegar hafa fimm þúsund dauðsföll verið staðfest, en fleiri en …
Þegar hafa fimm þúsund dauðsföll verið staðfest, en fleiri en tíu þúsund er saknað. AFP
Borgin hefur orðið fyrir gríðarlegri eyðileggingu eftir óveðrið Daníel.
Borgin hefur orðið fyrir gríðarlegri eyðileggingu eftir óveðrið Daníel. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka