Faðir Amini handtekinn

Amini lést fyrir ári síðan.
Amini lést fyrir ári síðan. AFP/Kenzo Tribouillard

Íransk­ar ör­ygg­is­sveit­ir handtóku föður Möshu Amini fyrir utan heimili hans í dag. Hann hefur þó verið látinn laus. Reuters greinir frá.

Í dag er eitt ár síðan hin 22 ára Masha Amini lést í kjöl­far hand­töku sem fram­kvæmd var vegna brots henn­ar á ströng­um regl­um Írana um notk­un hijab-slæðu. Am­ini var í haldi lög­reglu í um tvær klukku­stund­ir, en var lögð inn á spít­ala í kjöl­farið þar sem hún lést vegna höfuðáverka.

Í kjölfar andláts hennar brutust út hörð mót­mæli gegn klerka­stjórn­inni. Stjórninni var harðlega mótmælt í Íran, en einnig út um allan heim.

Konur um allan heim hafa mótmælt írönskum stjórnvöldum.
Konur um allan heim hafa mótmælt írönskum stjórnvöldum. AFP/Yuki Iwamura

Um tíma var gert ótíma­bundið hlé á eft­ir­litsaðgerðum siðferðis­lög­regl­unn­ar, en hlut­verk hennar er að tryggja að konur hylji hár sitt og lík­ama lög­um sam­kvæmt. Siðferðis­lög­regl­an hóf eftirlit sitt á ný í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka