Faraldur sjúkdóma gæti fylgt flóðunum

Teymi á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur áhyggjur af því að faraldur sjúkdóma muni fylgja hörmungunum í líbísku borginni Derna.

Borgarstjóri Derna telur að um 20 þúsund borgarbúar hafi látið lífið vegna mikilla flóða í kjölfar óveðursins Daníels 10. september.

Alls bjuggu 100 þúsund manns í borginni en 30 þúsund þeirra eru heimilislaus eftir óveðrið. Fólkinu skortir hreint vatn, mat og aðrar nauðsynjar.

Auknar líkur eru nú taldar vera á kólerusmiti, niðurgangspestum, ofþornun og vannæringu meðal íbúa. Er það sérstaklega vegna lélegra vatnsgæða og skorts á hreinlæti á hamfarasvæðinu. 

Um þriðjungur borgarbúa í Derna er nú heimilislaus.
Um þriðjungur borgarbúa í Derna er nú heimilislaus. AFP/Karim Sahib
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka