Ungmenni höfða mál gegn 32 þjóðum

Sofia Oliveira (18 ára) og bróðir hennar Andre (15 ára) …
Sofia Oliveira (18 ára) og bróðir hennar Andre (15 ára) eru á meðal þeirra sex ungmenna sem höfða málið. AFP/Carlos Costa

Mál sex portúgalskra ungmenna gegn 32 þjóðum verður tekið fyrir hjá Mannréttindadómstóli Evrópu í næstu viku.

Ungmennin saka þjóðirnar um að gera ekki nægilega mikið til að koma í veg fyrir hlýnun jarðar.

Málið var höfðað eftir mikla skógarelda sem geisuðu í Portúgal árið 2017 sem urðu yfir 100 manns að bana og ollu mikilli eyðileggingu.

Ungmennin, sem eru á aldrinum 11 til 24 ára, segjast hafa þjáðst af kvíða vegna heilsu sinnar og „að þurfa að búa við loftslag sem er að verða heitara og heitara” og hefur í för með sér sífellt fleiri náttúruhamfarir.

Sofia Oliveira og Andre.
Sofia Oliveira og Andre. AFP/Carlos Costa

Sum ungmennanna segjast hafa fengið ofnæmi og átt við öndunarörðugleika að stríða bæði á meðan skógareldarnir geisuðu og á eftir. Þessi einkenni gætu haldið áfram með aukinni hlýnun jarðar. 

Málið verður tekið fyrir 27. september.

Davíð gegn Golíat

„Davíð á þarna í höggi við Golíat,” sagði Gearoid O Cuinn, yfirmaður hjá lögmannasamtökunum GLAN sem fara með mál ungmennanna.

„Aldrei áður hafa svona margar þjóðir þurft að verja sig fyrir framan nokkurn dómstól hvar sem er í heiminum,” bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert