Flóðbylgja skall á Ella-eyju

Búðirnar urðu fyrir töluverðu tjóni og mildi var að enginn …
Búðirnar urðu fyrir töluverðu tjóni og mildi var að enginn var á staðnum þegar flóðbylgjan skall á þeim. Ljósmynd/Sirius/Arktisk Kommando

Flóðbylgja skall á Ella-eyju við Grænland. Svo virðist sem fjall eða hluti fjalls hafi hrunið í sjóinn og það hafi framkallað flóðbylgjuna. Flóðbylgjan skall á Dickson-fjörð og Ella-eyju.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðurskautsstjórn Danmerkur.

Hluti búðanna skolaði á haf út.
Hluti búðanna skolaði á haf út. Ljósmynd/Sirius/Arktisk Kommando

Búðir Sirius-sleðasveitarinnar urðu fyrir tjóni

Á eyjunni eru búðir Sirius-sleðasveitarinnar sem aðeins eru mannaðar á sumrin. Búðirnar urðu fyrir töluverðu tjóni og mildi var að enginn var á staðnum þegar flóðbylgjan skall á þeim.

Könnunarskipið Knud Rasmussen kom til eyjunnar á sunnudag og starfsfólk Sirius-sleðasveitarinnar stuttu síðar. Norðurskautsstjórnin flaug yfir svæðið á þriðjudag og myndaði.

Hreinsunarvinnunni er lokið og málinu sömuleiðis af hálfu Norðurskautsstjórnarinnar.

Ljósmynd/Sirius/Arktisk Kommando
Ljósmynd/Sirius/Arktisk Kommando
Ljósmynd/Sirius/Arktisk Kommando
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert