Rupert Murdoch lætur af stjórnarformennsku

Rupert Murdoch ætlar að láta af stjórnarformennsku.
Rupert Murdoch ætlar að láta af stjórnarformennsku. AFP

Fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch ætlar að láta af formennsku í stjórnum Fox-samsteypunnar og News-samsteypunnar.

Greindi hann frá þessu í dag en sonur hans, Lachlan Murdoch, tekur við af honum sem stjórnarformaður beggja fyrirtækja.

Murdoch er 92 ára gamall og greindi frá þessu í bréfi til stjórnarinnar í dag. Hann sagði að sonur hans myndi taka við af honum í nóvember. Tók hann fram í bréfinu að hann væri heill heilsu. 

Í bréfinu sagði hann einnig að hann myndi vera stjórnarmaður á eftirlaunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert