Lula kominn heim eftir mjaðmaskipti

Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu.
Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu. AFP/Evaristo SA

Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, fór heim af spítala í dag, eftir aðgerð á mjöðm. Hann mun vera næstu þrjár vikurnar í forsetabústaðnum Alvorada, þar sem hann mun reyna að ná fullum bata. 

Lula fór í aðgerð á föstudag vegna slits á hægri mjöðm. Búist var við lengri sjúkrahúsvist en hann var þegar farinn að ganga í gær í sjúkraþjálfun. Í dag var hann líka farinn að ganga upp og niður stiga.

Giancarlo Polesello, bæklunarlæknir, hefur skipað forsetanum að forðast það að standa of lengi og að hann verði að styðjast við göngugrind næstu vikurnar, þar sem aðgerðin hafi áhrif á jafnvægisskynið.

Giancarlo Polesello, bæklunarlæknir sá um aðgerðina.
Giancarlo Polesello, bæklunarlæknir sá um aðgerðina. AFP/Evaristo SA

Forsetinn þurfti að vera svæfður fyrir aðgerðina, svo að hægt væri að koma nýjum mjaðmalið fyrir, samkvæmt frétt Reuters.

Lula hefur sagst þjást stöðugt í meira en ár, en kvalirnar hafa ekki komið í veg fyrir það að hann hefur ferðast um heim allan frá því að hann tók aftur við sem forseti í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert