McCarthy bolað út

Kevin McCarthy er ekki lengur forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Kevin McCarthy er ekki lengur forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. AFP/Saul Loeb

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld vantrauststillögu á Kevin McCarthy, forseta deildarinnar. Var hún samþykkt með 216 atkvæðum gegn 210. 

Átta þingmenn Repúblikana studdu tillöguna ásamt öllum viðstöddum þingmönnum Demókrataflokksins. 

Ástæðu þess að flokksfélagar McCarthy hafa gert honum að víkja úr starfi má rekja til samvinnu þingforsetans við flokk Demókrata að því er fram kemur í umfjöllun AFP.

Matt Gaetz, fulltrúi Repúblikana frá Flórída og einn af leiðtogum harðlínumanna innan flokksins, lagði fram vantrauststillöguna.

Þetta mun vera í fyrsta sinn í 234 ára sögu Bandaríkjaþings sem vantrauststillaga gegn forseta þingsins hefur verið samþykkt. 

Fulltrúadeildin er nú óstarfhæf þar til nýr forseti hefur verið kosinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert